fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hafa áhyggjur af heilsu Trump – Virðist veikburða og gerir sífellt fleiri mistök

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 06:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vann yfirburðasigur í forvali Repúblikanaflokksins í Iowa í gær og virðist sigla hraðbyri að fullnaðarsigri. Helstu áhyggjur hans snúa að fjölmörgum dómsmálum sem liggja nú fyrir dómstóla landsins og gætu haft áhrif á kjörgengi hans en nú hafa læknar bent á að blikur gætu verið á lofti varðandi heilsu frambjóðandans.

Eins og Trump væri með sjóriðu

Þannig hefur Trump virkað þreytulegur síðustu daga þá virtist hann vera haltur á öðrum fæti sem og að virka óstöðugur. „Ég hef aldrei séð hann svona.  Hvernig hann gekk var eitt en óstöðugleikinn er annað atriði. Það var eins og hann væri með sjóriðu,“ hefur Daily Mail eftir bandaríska lækninum Dr. Stuart Fischer.

Í sigurræðu sinni eftir kosningarnar tóku margir eftir því að Trump var ekki eins líflegur í ræðustóli og venjulega og þá var röddin mun lágstemddari en áður. Þá hafa mistök í ræðum hans færst í vöxt, þannig hefur hann reglulega ruglast og sagt Barack Obama vera núverandi forseta Bandaríkjanna auk þess sem hann gleymdi í hvaða borg hann var staddur á öðrum fundi.

Taugalæknirinn Dr. Keith Vossel lætur hafa eftir sér í sömu umfjöllun að lýjandi kosningabaráttan sem og vandræðin í dómstólunum séu að taka sinn toll af Trump. „Hann er að verða gamall, það er sennilega blíðasta leiðin til að segja þetta,“ segir Vossel.

Spilar sig sem unglambið gegn Biden

Trump hefur verið iðinn við að benda á aldur og mistök Joe Biden, Bandaríkjaforseta, sem er 81 árs gamall og því er ekki furða að stuðningsmenn forsetans hafa nýtt sér mistök Trummp til að skjóta hraustlega á móti.

Þá virðist Trump grennri en oft áður en orðrómur er um að hann hafi nýtt sykursýkislyf á borð við Ozempic eða Wegovy til þess að léttast.

Það gæti verið afar óheppilegt fyrir Trump að sýna ellimerki og einhverja veikleika því samkvæmt skoðanakönnunum eru 77% Bandaríkjamanna á þeirri skoðun að Joe Biden sé orðinn of gamall til þess að vera endurkjörinn. Trump þarf því að reyna að halda því á lofti að hann sé unglambið í baráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu