fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Níu ára stúlka beitt einelti eftir að hafa mætt með „feik“ Stanley drykkjarbrúsa í skólann

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stanley- drykkjarbrúsarnir voru það allra heitasta vestanhafs fyrir jól. Þið vitið þessir risastóru með handfanginu, sem líta út eins og þið séuð að vökva alla fjölskylduna ekki bara einn einstakling. 

Fréttir voru birtar um neytendur sem mættir voru í röð fyrir utan verslanir fleiri klukkutímum fyrir opnun og örtröð við sölustanda inni í verslunum sem lá við að enduðu með slagsmálum. Drykkjarbrúsarnir eru síðan auglýstir á uppsprengdu verði á Ebay og fleiri sölusíðum, eins og hér má sjá, 400 dalir (55.000 krónur) fyrir einn Stanley. 

Móðir níu ára gamallar stúlku ákvað að taka ekki þátt í þessu og keypti ódýrari útgáfu af drykkjarbrúsa og gaf dóttur sinni í jólagjöf. „Feik“ drykkjarbrúsinn féll ekki í kramið hjá skólafélögum hennar og var stúlkan lögð í einelti fyrir að mæta ekki með „réttan“ drykkjarbrúsa. 

Móðirin fjallaði um málið í myndbandi á TikTok. Stanley-brúsarnir voru í sölu á 35 dali stykkið, og eftir að þeir seldust upp þá fara þeir á ótrúlegustu upphæðir eins og áður sagði. Í staðinn keypti móðirin drykkjarbrúsa í Walmart, sem kostaði mun ódýrari 9,98 dali, sem dóttir hennar hafði séð í búðinni og sagt að væri sætur. 

@dayna_motycka I in fact did not keep it short and sweet 🤦🏼‍♀️ apparently needed to get this off my chest! 🤷‍♀️ #stanleycups #valentinestanley #targetstanley #parentsteachingkids #parentingtips101 ♬ original sound – Dayna Motycka

Móðirin segir að dóttirin hafi komið heim í uppnámi fyrsta skóladaginn eftir jólafríið. „Allar hinar stelpurnar í bekknum hennar, kannski ekki allar, en hún sagði níu eða tíu þeirra, fengu allar Stanley’s í jólagjöf. Og þær gættu þess að láta dóttur mína vita að hún væri ekki með alvöru Stanley, að hennar væri „feik“ og ekki eins flottur. 

Dóttir hennar spurði af hverju hún gæti ekki fengið alvöru Stanley og móðirin spyr hvers vegna níu ára barn þurfi slíkan drykkjarbrúsa. Móðirin tekur fram að sjálf eigi hún alvöru Stanley en hún eigi ekki „50 Stanley í öllum mismunandi litum“.

„Ég ætla ekki að fara í búðina og slást við 50 aðrar konur eða m´ður il að reyna að fá nýja Valentínusardaginn Stanley.“

Segir málið foreldravandamál

Móðirin veltir þeirri spurningu til annarra foreldra hvað þeir myndu gera til að „koma í veg fyrir að barnið þitt verði fyrir einelti ef það passar ekki inn á einhvern hátt,“ en sagðist svo hafa farið og keypt Stanley handa dótturinni sem kostaði 35 dali.

Móðir beinir reiði sinni ekki að börnunum sem lögðu dóttur hennar í einelti, heldur segir að vandamálið byrji hjá foreldrum, mæðrum. Veltir hún fyrir sér hvað þeir fullorðnu eru að „kenna krökkunum okkar“ og tekur fram að ef hún vissi að dóttir hennar hefði gert það sem hinir krakkarnir gerðu henni, myndi hún taka upp símann, hringja í hina foreldrana og fá dóttur sína til að biðjast afsökunar.

„Ef þú langar að eiga vörur frá flottum vörumerkjum og þú hefur efni á fallegum hlutum frá dýrum vörumerkjum þá er það frábært. Við erum svo heppin að við höfum efni á merkjavöru, en enn og aftur, við erum að reyna að kenna börnunum okkar að þau þurfi ekki endilega á því að halda. Við vinnum okkur inn fyrir hlutunum. Þú verður að hafa fyrir hlutunum í lífinu, þú færð þá ekki bara upp í hendurnar.

En ég vil ekki heldur að dóttir mín sé skilin útundan og gert grín að henni af því hún er ekki með vinsælustu merkjavöruna. Við verðum að kenna krökkunum okkar að láta ekki öðrum krökkum finnast þeir minna virði fyrir að eiga ekki sömu hlutina. Þetta byrjar allt hjá okkur foreldrunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram