fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Dularfulli dómurinn afhentur – Karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa brotið á ungri stúlku sem hann tengist fjölskylduböndum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ákærður fyrir barnaníð og vörslur á barnaníðsefni var sýknaður með dómi Héraðsdóms Suðurlands í júní á síðasta ári, en dómurinn í málinu var ekki birtur.

Um er að ræða dóm sem ekki var birtur innan þess frests sem dómstólar landsins hafa til að birta, en að líkindum má rekja það til eðli málsins þar sem fjallað er um ofbeldisásakanir í garð fjölskyldumeðlims þar sem málalyktir voru sýkna. Þinghald fór fram í apríl og var lokað eins og venja er þegar mál sem þessi eru tekin fyrir, en þau varða gjarnan börn í viðkvæmri stöðu og viðkvæmar persónuupplýsingar um fjölskylduhagi.

Um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstóla gildir þar til gerð reglugerð. Þar kemur fram meginreglan að dómar skuli birtir til að varpa ljósi á starfsemi dómstóla og til að tryggja aðgang að upplýsingum um réttarframkvæmd. Skal birta dóm innan þriggja virkra daga frá uppkvaðningu, en þó ekki fyrr en einni klukkustund frá uppkvaðningu svo  lögmenn geti kynnt skjólstæðingum sínum niðurstöðu. Í sakamálum skal nafngreina þá sem eru sakfelldir, nema þeir hafi ekki náð 18 ára aldri þegar brot var framið. Nafnleyndar skal gæta gagnvart öðrum sem koma fyrir í málinu. Gæta má þó nafnleyndar ef nafngreining er andstæð hagsmunum brotaþola eða annars vitnis, svo sem vegna fjölskyldutengsla.

Undantekningar eru frá þessari reglur, þá einkum í tilteknum málaflokkum. Sem dæmi má nefna að ekki skal birta mál sem varða erfðir, kröfu um gjaldþrotaskipti, forsjármál og barnaverndarmál. Undantekningar eru ekki tæmandi taldar í reglunum þar sem dómstjóri getur ákveðið að birta ekki úrlausn þó svo engin tilgreind undantekning eigi við. Hann þarf þá að rökstyðja ákvörðun sína og færa til bókar. Eins er heimilt í tilvikum þar aðstæður tilgreindar í dómi gefa of margar vísbendingar um hverjir eiga í hlut eða annað sem á leynt að fara. Þá er  heimilt að birta bara útdrátt dómsins þar sem fram kemur á hverju niðurstaða er reist og má fresta slíkri birtingu ef það er til þess fallið að tryggja betur persónuvernd.

Dómurinn loksins afhentur

Eins og sést að ofangreindu gilda tilteknar reglur um birtingu dóma og meginreglan er sú að alla dóma eigi að birta. Þó eru dómstjólum veittar ríkar undanþáguheimildir sem byggjast á huglægu mati að vissu leyti. Hins vegar má ætla að í því máli sem hér um ræðir eigi niðurstaðan í það minnsta erindi við almenning þó að smáatriði eigi leynt að fara sökum hagsmuna þeirra er koma við sögu.

Eftir að hafa farið þess á leit við Héraðsdóm Suðurlands barst afrit af niðurstöðu málsins þar sem persónugreinanlegar upplýsingar sem og aðrar viðkvæmar upplýsingar hafa verið fjarlægðar.

Slíkt gerir erfitt fyrir lesanda að átta sig almennilega að forsendum málsins, en af lestri dómsins má þó álykta að brotaþoli og ákærði tengjast fjölskylduböndum. Hafði ákærða verið gert að sök að hafa ítrekað brotið gegn stúlkunni á tilteknu tímabili. Þar með hafi hann nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni og það traust og trúnað sem hún til hans bar. Eins var hann sakaður um að hafa sýnt stúlkunni klám og loks fyrir að hafa í vörslum sínum barnaníðsefni sem fannst á flakkara við húsleit hjá honum.

Málið má rekja til þess að er útskýrt var fyrir stúlkunni hvað misnotkun á börnum væri hafi hún greint frá því að hún væri þolandi slíkis og gerandinn væri ákærði í máli þessu. Upp hófst þá rannsókn sem endaði með útgáfu ákæru, en héraðssaksóknari fór með málið. Ákærði neitaði sök og sagðist enga skýringu geta á því veitt að stúlkan væri að bera hann þessum sökum, ekki nema að annar ættingi þeirra hafi brotið gegn henni og hún ekki þorað að segja til hans og þess í stað nafngreint ákærða. Greindi ákærði frá því að sá maður hafi hafi brotið bæði gegn honum sjálfum og systrum hans þegar þau voru yngri. Þessi brot hafi skilið eftir sig sár sem ákærði kærði sig ekki um að tala meira um. En mögulega hafi stúlkan lent í því sama en verið hrædd við raunverulegan geranda. Hvað barnaníðsefnið varðaði tók ákærði fram að hann hafi halað niður miklu afþreyingarefni af neitnu og mögulega hafi einhver óværa slæðst með. Rannsóknarlögreglumaður tók þó fram að ljóst væri að téð efni hafi verið opnað í þeirri turntölvu sem það fannst í, en ákærði var þó ekki sá eini sem hafði aðgang að tölvunni.

Málið varð helst afmarkað við tiltekna helgi fyrir mörgum árum þar sem stúlkan gisti á heimili ákærða sem hann hélt með systur sinni og fleirum. Ekki kannaðist nokkur fullorðinn sem var viðstaddur þessa helgi að neitt óeðlilegt hafði átt sér stað, og annað barn sem hafði komið í gistingu með stúlkunni kannaðist sömuleiðis ekki við neitt.

Ákærði stöðugur en misræmi hjá brotaþola

Dómari taldi rétt að sýkna manninn af öllum sökum. Fyrir því færði hann þau rök að framburður ákærða hafði frá upphafi verið stöðugur og trúverðugur. Framburður stúlkunnar hafi þó einkennst af missögnum og misræmi. Hún hafi í tvígang mætt í viðtal í Barnahús og hafi þar verið mikill munur á því hvernig hún lýsti meintum brotum. Þetta misræmi hafi meðal annars varðað hvernig ákærði átti að hafa brotið á henni, hvernig hann hafi snert hana, hvort hann hafi verið fullklæddur eða nakinn og hvort hann hafi gert henni að klæðast eða hún verið fullklædd. Eins hafi brotaþoli bætt við í seinni skýrslutöku að hann hafi brotið á henni með kynlífstækjum, en hún hafði í engu minnst á slíkt áður.

Ekkert vitni hafði tekið eftir neinu óeðlilegu. Stúlkan hafði aðeins tjáð tveimur aðilum frá meintu broti og í hvorugu tilviki lýst meintum brotum neitt nánar. Ekkert benti til þess að ákærði væri haldinn barngirnd, fyrir utan níðsefnið sem á tölvu hans fannst. Sálfræðingur hafi tekið fram að stúlkan hafi í viðtali vaðið úr einu í annað og gjarnan sagt hluti sem voru í engu samræmi við það sem hún hafði sagt áður, jafnvel í sama viðtali. Taldi dómari því ekki hægt annað en að sýkna ákærða þar sem sekt væri ekki hafin yfir skynsamlegan vafa og ekkert sem renndi stoðum undir ákæru annað en framburður brotaþola sem dómari taldi varasamt að leggja til grundvallar.

Hvað varðaði meint blygðunarsemisbrot þá hafi bæði stúlkan og aðrir greint frá því að hún hafi verið staðin að því að horfa á klám áður en atvik máls áttu sér stað. Ekkert bendi til þess að ákærði hafi þvingað hana til að horfa á klám eða hún séð það hjá honum.

Að lokum taldi dómari að þar sem fleiri höfðu aðgang að tölvunni sem níðsefnið fannst á þá væri ekki hægt að kenna manninum um það heldur, en á tölvunni fundust 6 myndskeið og þrjár ljósmyndir þar sem meðal annars mátti líta gróft ofbeldi gegn ungu barni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar