fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Heyrnartól sem hlaða sig þráðlaust 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að heyrnartól hlaði sig ekki sjálf en nú er breyting á því… eða svona næstum því.  

Heyrnartækjaframleiðandinn Poly ögrar nú hefðbundnum hugmyndum um hleðslu á raftækjum og kynnir til sögunnar Poly Voyager Surround 85 UC heyrnartól með þráðlausum NFC hleðslumöguleika (snúrulaus hleðsla). Þessi nýjung er unnin í samvinnu við NuCurrent, sem er leiðandi í NFC (Near-field communication) lausnum. 

Gamall staðall á nýjum (vín)belgjum 

NFC, sem fyrst kom fram í dagsljósið 1983, er staðall til að flytja gögn þráðlaust milli tækja í gegnum útvarpsbylgjur. Ekki er langt síðan að hægt var flytja rafmagn í gegnum NFC. Í kjölfarið stökk Poly beint á þann vagn í framleiðslu á nýrri vöru.  

„Poly hefur sýnt að það er gríðarlega framarlega þegar kemur að tæknilausnum fyrir fyrirtækjaumhverfi, einkum í búnaði fyrir blandaða vinnu fólks (e. hybrid work). Markmið Poly með NuCurrent er að þróa tækni og búnað sem eykur skilvirkni, sparar tíma og ekki síst að hægt sé að nota hann hvar sem er, óháð stað og stund,“ segir Gísli Þorsteinsson vörustjóri Poly hjá Opnum kerfum.  

Hleðslustandur gerir gæfumuninn 

„Poly kynnti til leiks Voyager Free 60 tappana fyrr á árinu, sem eru með hröðustu þráðlausu hleðsluna í Qi-vottuðu hleðsluboxi. Nú er komið að Voyager 85 UC. Heyrnatólin, sem eru yfir eyrun, eru afar öflug eins og forveri þess 80 UC.“ 

Voyager 85 UC er með 21 klst taltíma, 24 klst hlustun, stillanlegu ANC (Active Noice Cancelling) og öflugum hljóðnemum fyrir samskipti og hljóð. Þá má ekki gleyma að þessi nýsköpun kemur með þráðlausum NFC standi. Nóg að setja heyrnartólin á standinn til að hlaða þau. „Ekkert ves“, segir Gísli.  

Græjan verður á UTmessunni

NuCurrent segir að samstarfið við Poly geri þeim kleift að uppfæra spennandi lausnir og taka notaendaupplifun á næsta stig.  

„Græjan kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í lok árs en verður til sölu annars staðar í heiminum, þar á meðal í OK, heimili Poly lausna, á næstunni. Við verðum einnig með þessa mögnuðu græju til sýnis á UTmessunni í byrjun febrúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn