fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga vekur tortryggni – Rauði krossinn bregst við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði krossinn á Íslandi birti fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem fram kemur að fólk hafi lýst ákveðnum áhyggjum af neyðarsöfnun félagsins fyrir Grindvíkinga. Fólk virðist hafa lýst áhyggjum af hugsanlegum fjármálamisferli í tengslum við söfnunina og einhverjir hafa kosið að blanda málefnum hælisleitenda saman við hana.

Í færslu Rauða krossins segir að félagið taki engar prósentur af söfnunarfénu. Í 100 ára sögu Rauða krossins á Íslandi hafi aldrei komið upp mál sem tengist neins konar fjármálamisferli, enda leggi félagið mikla áherslu á að vera traustsins vert og starfa eftir ferlum og reglum sem tryggi gagnsæi og heiðarleika.

Fram kemur í færslunni að ástæðan fyrir því að tekið sé fram að hluti fjárins fari í kostnað við úthlutun sé vegna gagnsæis. Það fylgi alltaf einhver kostnaður við að kynna söfnunina til að fá sem flesta til að taka þátt og vinna úr fjölda umsókna um fjárstuðning til að tryggja að féið fari á réttan stað. Þessi kostnaður, sé innan við 2 prósent af því sem þegar hafi verið safnað og hlutfallið minnki eftir því sem meira fé safnast.

Tekið er einnig fram að úthlutunarnefnd hafi það hlutverk að tryggja gagnsæi, traust og fagmannlega úthlutun. Fulltrúar Grindavíkur séu hluti af nefndinni til að tryggja að fénu sé úthlutað á upplýstan og sanngjarnan hátt. Reglur úthlutunarnefndar megi finna á vefsíðu söfnunarinnar.

Sérstaklega er tekið fram Rauði krossinn sé ekki á fjárlögum, eins og einhverjir virðast halda. Félagið fái einungis fé frá stjórnvöldum til að vinna samningsbundin verkefni sem það hafi tekið að sér fyrir stjórnvöld. Félagið standi sjálft straum af kostnaði við langstærstan hluta af sínum verkefnum.

Fólk tortryggið vegna hælisleitenda

Miðað við færsluna virðist fólk tortryggið í garð söfnunarinnar vegna fyrri tengsla Rauða krossins við málefni hælisleitenda. Í færslunni kemur fram að Rauði krossinn sé ekki með lögfræðingateymi í vinnu. Talsmannaþjónustan sem félagið hafi boðið upp á fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi hætt vorið 2022.

Að lokum er tekið fram að söfnuninni sé ætlað að aðstoða Grindvíkinga í neyð með tilfallandi kostnað. Þegar hafi tæplega fimm milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga af því fé sem hafi safnast síðan í nóvember og úthlutunarnefnd muni halda áfram að starfa þar til öllu fénu hafi verið komið til Grindvíkinga. Það sé þó alltaf einhver auka kostnaður sem íbúar Grindavíkur muni þurfa að standa straum af meðal annars vegna skemmda á eignum og munum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina