Aston Villa er að landa hinum efnilega Kosta Nedeljkovic frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad. Sky Sports segir frá.
Um er að ræða afar spennandi hægri bakvörð. Hann kostar sitt þrátt fyrir ungan aldur, tæpar 8 milljónir punda.
Nedeljkovic heillaði með Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni fyrir áramót þar sem hann mætti meðal annars Manchester City í riðlakeppninni.
Það er þó búist við að Nedeljkovic verði áfram í Serbíu á láni frá Villa út tímabilið en hann er hugsaður sem leikmaður fyrir framtíðina.