fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hélt óvart við eiginmann bestu vinkonu sinnar – „Var ég óafvitandi að taka þátt í framhjáhaldi?“

Fókus
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fyrirsætan Honey Brooks lenti í þeirri furðulegu lífsreynslu að rústa óvart hjónabandi náinnar vinkonu, án þess að hafa ætlað sér það. Óaðvitandi hafði hún gerst aukaleikari í hjónabandi vinkonunnar og verið eins konar hjákona, án þess að hafa hugmynd um það.

Brooks greinir frá þessu undarlega máli á Instagram þar sem hún segist miður sín yfir sínum hlut í málinu.

„Ég vaknaði við skilaboðasúpu og þetta dæmi er bara galið,“ skrifar Brooks og útskýrði svo að hún sé með OnlyFans síðu og þar hafi hún fyrir um hálfu ári síðan fengið nýjan áskrifanda á þeim miðli sem notaðist við dulnefni. Sá hafi farið að senda henni klúr skilaboð og verið meðal þeirra fyrstu til að kaupa sér aðgengi að öllu því efni sem hún birti þar í djarfari kantinum. „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta væri. Fólk getur skráð sig undir hvaða nafni sem því sýnist. Við fáum ekki að sjá netföng eða nokkurt slíkt.“

Svo leið og beið þar til huldumaðurinn fór dag einn að óska eftir persónulegri samskiptum við Brooks, eða það sem kallast er „kærustu-pakkinn“. Brooks býður upp á slíka þjónustu, en það kostar þó töluvert. Með því að kaupa sig inn í kærustu-pakkann fá slíkir áskrifendur forgang yfir aðra áskrifendur hvað varðar skilaboð og eins stendur þeim til boða sérstakt efni á hverju kvöldi. „Þetta felst eiginlega í því að ég kem fram við þig eins og við séum saman,“ útskýrði Brooks.

Huldumaðurinn keypti sér kærustupakkann í þrígang, þrjá mánuði í röð. Brooks sendi honum klúr skilaboð á hverjum degi á þessu tímabili. Skyndilega hætti hann þó að svara.

„Hann bara hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann. Ég vissi ekki hvort hann væri lífs eða liðinn.“

Það var svo á sunnudaginn sem sannleikurinn kom í ljós. Huldumaðurinn var enginn huldumaður heldur eiginmaður einnar bestu vinkonu hennar. Og hann hafði hætt að senda skilaboð því kona hans kom upp um hann.

Brooks segist gífurlega slegin yfir málinu. Hún þekki þennan mann, þau hafi oft hist og hangið saman með vinahópnum. Þessi maður hafi svo villt á sér heimildir og platað hana til að eiga í nánum samskiptum við hann. Brooks grunaði aldrei við hvern hún var í raun að tala.

„Nú er ég að hugsa með sjálfri mér – Var ég óafvitandi að taka þátt í framhjáhaldi með eiginmanni einnar bestu vinkonu minnar? Ég er miður mín. Ég er miður mín að hann hafi gert henni þetta, og að hann hafi gert mér þetta.“

Það fylgdi sögunni að vinkonan áfellis ekki Brooks. Þær hafa mælt sér mót þar sem þær ætla að ræða málið til hlítar og hafa boðið verðandi fyrrverandi vinkonunnar að taka spjallið með þeim til að koma öllu upp á borðið.

Sjálf er Brooks í opnu hjónabandi. Hún setti nýlega fylgjendahóp sinn á hliðina þegar hún deildi því að hafa deilt manni sínum með 16 öðrum konum á liðnu ári, en Brooks segir þetta hafa styrkt samband þeirra mikið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by HONEY BROOKS 🍯 (@honeyybrooksvip)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“