Unnið er að undirbúningi fegurðarsamkeppninnar Miss Bikini Iceland 2024 sem haldin verður á skemmtistöðunum Exit Club og B5 í Reykjavík. Að keppninni stendur Ásdís Rán Gunnarsdóttir í samstarfi við eigendur skemmtistaðanna.
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Exit Club og B5, hefur þetta að segja um keppnina:
„Auðvitað eru skiptar skoðanir um fegurðarsamkeppnir eins og flest annað í veröldinni, en kannski er umræða um þessi mál komin í ákveðinn hring og algengara að heyrist hvernig konur sæki valdeflingu í yfirráðum yfir eigin líkama og hvernig þær kjósa sjálfar að stíga fram. Ásdís Rán er reynslubolti þegar kemur að utanumhaldi og framkvæmd fegurðarsamkeppna og saman tryggjum við að framkvæmdin keppninnar verði með besta móti. Ég hlakka ég mjög til áframhaldandi samstarfs við hana. Um er að ræða viðburð sem lífgar upp á skammdegið og fellur vel að þeirri gleði sem er við völd á Exit Club og B5.“
Auglýst er eftir þátttakendum í keppninni, en ungar konur sem vilja taka þátt þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Frekari tilhögun verður kynnt þegar nær dregur keppninni, en í boði verða verðlaun og svo rétturinn til að taka þátt í alþjóðlegri keppni – Miss Bikini International.
Frekari upplýsingar veita: Sverrir Einar Eiríksson (sverrir@brimhotel.is) og Ásdís Rán Gunnarsdóttir (asdisran@gmail.com).