Ný rannsókn bendir til þess að þeir sem hafa styttri vísifingur en baugfingur séu líklegri til þess að vera glíma við einkenni siðblindu. Vísindamenn kanadísku rannsóknarmiðstöðvar Charles-Le Moyne í Quebec hafa komist að þessari niðurstöðu en þær voru kynntar í nýjasta tölublaði Journal of Psychiatric Research.
Í rannsókninni voru hendur 80 einstaklinga, þar sem rúmlega helmingur var með ýmsar persónuleikaraskanir, skoðaðar auk þess sem ýmis próf voru lögð fyrir þessa einstaklinga. Niðurstöðurnar voru skýr tengsl milli áðurnefndra persónuleikaraskanna, eins og siðblindu, og þess að hafa lengri baugfingur en vísifingur.