Adiad hefur sett í sölu nýjan Predator skó en skórnir voru þeir vinsælustu á árum áður og nú er búið að setja þá á markað aftur.
Predator skórnir voru notaðir af David Beckham, Zinedine Zidane og fleiri goðsögnum.
Nú er það Jude Bellingham sem sér um að auglýsa skóna og kom hann að hönnun þeirra.
Skórnir hafa vakið mikla athygli og á Adidas von á því að þeir muni seljast vel á næstunni.