Wanda Icardi eiginkona Mauro Icardi og umboðsmaður hans segir að knattspyrnukappinn hafi verið búinn að sofa hjá 200 konum þegar samband þeirra hófst.
Wanda og Mauro hafa gengið í gegnum ýmislegt og oft slitið sambandinu en ná alltaf saman aftur. Saman eiga þau tvö börn.
Mauro spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en Wanda ræddi samband þeirra í sjónvarpsviðtali.
„Það höfðu 200 konur leigið á dýnunni hans, en þegar ég kom til þá var það búið,“ segir Icardi.
„Ég fór í gegnum sársauka því ég hafði aldrei áður lagt mig svona fram í rúminu. Ég þurfti að taka íbúfen eftir átökin.“
Hún segir að Icardi hafi verið með fjóra síma þegar þau kynntust til að geta verið í sambandi við fjölda kvenna.
„Þeir voru fjórir og hann notaði þá eftir þjóðerni kvennanna. Ég tók símana alla og faldi þá og henti þeim svo út í sjó, ég hjálpaði honum að leita af þeim en við fundum þá aldrei,“ segir Wanda.