fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sex störf sem Mourinho gæti tekið að sér eftir að hafa fengið sparkið í morgun

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 13:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var í dag rekinn frá Roma eftir dapurt gengi undanfarið. Enski miðillinn Daily Star tók saman lista yfir möguleg næstu skref Portúgalans.

Það hefur lítið gengið hjá Roma á leiktíðinni en liðið er í níunda sæti. Mourinho hafði stýrt liðinu síðan 2021 og vann hann Sambandsdeildina vorið eftir.

Mourinho hefur auðvitað náð frábærum árangri víða á ferli sínum og gætu mörg lið án efa nýtt krafta hans.

Hér að neðan eru sex möguleikar.

Endurkoma í ensku úrvalsdeildina
Mourinho er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, þar sem han nhefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham. Það er ekkert augljóst starf sem kemur til greina en Newcastle er nefnt til sögunnar. Eftir slæmt gengi undanfarið velta menn því upp hvort Eddie Howe sé undir pressu.

Sádi-Arabía
Sádar hafa lokka fjölda stórstjarna til sín, þar á meðal stjóra. Það yrði risastórt fyrir deildina að fá Mourinho og hann fengi ansi vel greitt, sem gæti heillað.

Inter Miami 
Inter Miami, sem er í eigu David Beckham og með Lionel Messi innanborðs, elskar að fá til sín stjörnur og þar yrði Mourinho engin undantekning.

Enska landsliðið
Það er talið að Gareth Southgate sé á förum eftir Evrópumótið en það verður að teljast ólíklegt að enska knattspyrnusambandrið ráði týpu eins og Mourinho til starfa.

Endurkoma til Porto
Þarna hófst ævintýri Mourinho en hann vann Meistaradeildina með liðinu 2004. Það gengur ekki sem skildi hjá liðinu eins og er og Móri gæti án efa rifið það í gang.

Portúgalska landsliðið
Þetta er ansi langsóttur möguleiki. Roberto Martinez er landsliðsþjálfari og samningsbundinn til 2026. Portúgal þyrfti að eiga skelfilegt Evrópumót í sumar til að þetta yrði möguleiki á borðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“