fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Of snemmt að lýsa yfir goslokum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands sem birt var fyrir stuttu kemur fram að engin virkni sé sjáanleg í gossprungunum í nágrenni Grindavíkur en þó sé of snemmt að lýsa yfir goslokum.

Í tilkynningunni kemur fram að síðast sáust hraunspýjur koma upp úr nyrðri sprungunni rétt upp úr kl. 1 í nótt. Áfram dragi úr jarðskjálftavirkni og hafi um 200 smáskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti sem bendi til þess að kvika sé þar á hreyfingu og svæðið að jafna sig. Mesta skjálftavirknin sé við Hagafell í nágrenni við fyrri gossprunguna sem opnaðist á sunnudagsmorgun. Of snemmt er að lýsa yfir goslokum.

GPS mælar nemi áfram hreyfingar í og við Grindavík. Kvikugangurinn sem liggi undir Grindavík haldi því áfram að valda þenslu á svæðinu. Hitamyndir úr dróna í nótt hafi sýnt að sprungur sem áður höfðu verið kortlagðar suðvestanvert við Grindavík hafa stækkað talsvert. Áfram sé mikil hætta á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“