Þrátt fyrir að vera fyrirliði portúgalska landsliðsins kaus Cristiano Ronaldo ekki fyrir hönd sinna manna á FIFA verðlaununum í gær.
Lionel Messi var kosinn leikmaður ársins 2023. Það þótti umdeilt því margir telja að Erling Braut Haaland hefði átt að vinna eftir magnað ár sitt.
Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, blaðamenn og stuðningsmenn kjósa leikmann ársins.
Ronaldo kaus þó ekki fyrir hönd Portúgala heldur var það varnarmaðurinn reynslumikli, Pepe.
Pepe setti félaga sinn úr landsliðinu, Bernardo Silva, í fyrsta sæti, Haaland í annað sæti og framherjann Victor Osimhen í það þriðja.