Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Þrótti R.
Ólöf skrifar undir samning til 2026 en hjá Blikum hittir hún fyrir sinn fyrrum þjálfara Nik Chamberlain, sem yfirgaf Þrótt til að taka við Blikum fyrr í vetur.
Ólöf er uppalin í Val en kom til Þróttar 2020. Nú tekur hún slaginn með Blikum.
Mun sóknarmaðurinn þó aðeins spila hluta leiktíðar því hún er í Harvard-háskólanum og spilar þar fótbolta.
Ólöf hefur spilað fjóra A-landsleiki og vakti athygli þegar hún skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir semur til 2026✍️
Á 4 A-landsleiki, skoraði 2 mörk í sínum fyrsta leik.
Útnefnd nýliði ársins í Ivy League-deildinni með Harvard háskólanum, markahæsti leikmaður skólans með 7 mörk í 15 leikjum.Virkilega spennandi framherji, sem styrkir liðið👏 pic.twitter.com/UvUfGOI5m8
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 16, 2024