fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Skuggaleg fortíð fjölskylduföður sem var myrtur um hábjartan dag

Pressan
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 09:10

Darko var drepinn á dögunum, hugsanlega af leigumorðingja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneskur karlmaður var skotinn til bana fyrir framan eiginkonu sína og barnungan son í Brasilíu fyrir skemmstu.

Í fyrstu var talið að um ósköp venjulegan fjölskylduföður hefði verið að ræða en nú er komið á daginn að maðurinn átti sér býsna skuggalega fortíð.

Maðurinn, hinn 43 ára gamli Darko Geisler, var að koma heim úr hjólreiðaferð með eiginkonu og syni þegar byssumaður réðst að honum og skaut hann til bana.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Darko þessi var eftirlýstur af Interpol og hafði verið á flótta undan réttvísinni í um áratug eða svo þegar hann var drepinn.

Darko, sem notaðist við nafnið Dejon Kovac, er grunaður leigumorðingi og er hann talinn hafa framið nokkur morð gegn greiðslu fyrir glæpasamtök á Balkanskaganum.

Geisler er talinn hafa flúið frá Svartfjallalandi til Bosníu eftir að hafa framið morð um jólin 2014. Þar virðist honum hafa tekist að láta sig hverfa og farið til Brasilíu þar sem hann hóf nýtt líf.

New York Post segir að í Brasilíu hafi hann kynnst konu sem hann kvæntist árið 2015 eða 2016 og er sú kona ekki sögð hafa haft hugmynd um fortíð eiginmannsins.

Þeir sem þekktu til Darko í Brasilíu segja að hann hafi verið traustur fjölskyldufaðir og sést reglulega úti þar sem hann lék við rúmlega þriggja ára son sinn.

Talið er að morðið á Darko tengist hans fyrri lífsstíl og hefur morðingi hans ekki verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“