fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hættulegur leikur Írana – Drápu auðkýfing í Írak sem stundaði viðskipti við Ísrael

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 06:18

Peshraw Dizayee

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranska byltingaherliðið gerði í nótt loftárásir á skotmörk í Írak og Sýrlandi. Árásirnar í Írak beindust að skotmörkum í borginni Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarríkisins Kúrdistan, og var markmið þeirra að sögn Írana að útrýma höfuðstöðvum útsendara Mossad, ísraelsku leyniþjónustunnar, í borginni. Þá beindust árásir í Sýrlandi að meintum hryðjuverkahópum.

Afleiðingarnar af árásunum í Erbil voru þær að fjórir óbreyttir borgarar eru látnir og sex slasaðir. Á meðal hinna látnu eru kúrdíski auðkýfingurinn Peshraw Dizayee og fjölskyldumeðlimir hans en loftskeyti hæfði heimili hans í borginni. Ekki liggur endanlega fyrir á þessari stundu að heimili hans hafi verið aðalskotmarkið en Dizayee stundaði umfangsmikil viðskipti við Ísrael.

Masrour Barzani, forsætisráðherra sjálfstjórnarríkisins, fordæmdi árásirnar í yfirlýsingu og sagði að um glæp gegn Kúrdum væri að ræða en Dizayee var náinn samstarfsmaður hans.

Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis fordæmt árásirnar en í yfirlýsingu frá talsmanni Hvíta Hússins kom fram að þær væru afar óábyrgar. Ástandið er eldfimt á svæðinu og líklegt að árásirnar leiði til frekari átaka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks