fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sýknuð en ekki saklaus – Auðugur erfingi slapp með skrekkinn eftir morðið á fyrrverandi en situr þó uppi með reikninginn

Pressan
Mánudaginn 15. janúar 2024 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Augu allra voru á Tiffany Li árið 2019 er hún svaraði fyrir dómi fyrir þær sakir að hafa banað fyrrum unnusta sínum, Keith Green. Þóttu margir sjálfgefið að þessi auðugi erfingi yrði dregin til ábyrgðar og komið bak við lás og slá til æviloka.

Það var því reiðarslag þegar niðurstaðan var kynnt – Tiffany var sýknuð. Tiffany og Keith áttu tvö börn saman. Mál hennar vakti gífurlega athygli þar sem Tiffany kemur úr auðugri fjölskyldu frá Kína sem eru fyrirferðamikil á fasteignamarkaði. Svo mikil eru auðæfin að er Tiffany var handtekin var fjölskyldu hennar gert að greiða hátt í 5 milljarða tryggingu til að losa hana úr gæsluvarðhaldi.

Klofinn kviðdómur og óvænt sýkna

Ákæruvaldið útskýrði fyrir dómi að Tiffany hafi í apríl árið 2016 lokkað barnsföður sinn að glæsihúsi hennar í San Francisco undir því yfirskini að þau þyrftu að ræða um forsjá barna þeirra. Þegar Keith mætti á svæðið áttu sér engar samræður stað því þáverandi kærasti Tiffany tók á móti honum og skaut hann til bana. Síðan réðu hann og Tiffany ráðum sínum og borguðu kunningja væna fjárhæð til að losna við líkið.

Ekki stóð kunninginn sig betur en svo að líkið fannst hálfum mánuði síðar á malarvegi.

Kunninginn var dreginn til saka fyrir sinn hlut og gerði dómsátt áður en málið var lagt í dóm. Nýi kærastinn slapp með skrekkinn þar sem kviðdómur var klofinn og tókst ekki að komast að niðurstöðu. Tiffany var hins vegar öllum að óvörum sýknuð.

En það þýddi þó ekki að hún væri saklaus. Móðir Keith ákvað að draga fyrrum tengdadóttur sína fyrir dóm í einkamáli þar sem hún krafðist bóta fyrir ólögmætt andlát sonar síns. Þetta gerði hún fyrir hönd sonar síns og barnabarna.

Áður en það mál fór fyrir dóm var gerð dómsátt þar sem Tiffany samþykkti að greiða um 14 milljónir til fyrrum tengdamóður sinnar, 7 milljónir til dánarbús barnsföður síns og svo ótilgreinda bætur til ólögráða dætra sinna. Þetta átti sér stað árið 2022 og töldu margir að máli Tiffany væri þar með lokið.

Svo reyndist ekki vera. Lögmaður Tiffany steig í kjölfarið fram og sagði að dómsáttin hafi ekki verið lögmæt þar sem lögmaðurinn sem sagðist gæta hagsmuna Tiffany hefði ekkert umboð haft. Einkum var mótmælt dómsáttinni gagnvart dætrum hennar.

Þetta varð til þess að málið var aftur tekið upp og stefna gefin út. Það var loks í þessari viku sem raunveruleg dómsátt var gerð hvað varðar dætur þeirra Tiffany og Keith en þær munu fá 1,4 milljarð í skaðabætur sem verður skipt jafnt á milli þeirra þegar þær hafa náð 18 ára aldri. Þar með geti þær öðlast frelsi frá móður sinni og fjölskyldu hennar og lifað sínu eigin lífi.

„Þessi sátt mun tryggja að stelpurnar hafi eitthvað fyrir sig þegar þær ná aldri, og að þær þurfi ekki að sætta sig við stjórnsemi móður sinnar,“ sagði móðir Keith í samtali við fjölmiðla en hún fær eins og áður var samið um, 14 milljónir og dánarbú Keith 7 milljónir.

Lífvörðurinn þvingaður til þátttöku

Það var árið 2015 sem slitnaði upp úr sambandi Tiffany og Keith og gerði hún honum að flytja út úr lúxushúsnæði sínu. Eftir þetta tóku við deilur um uppgjör á búi þeirra sem og um forsjá dætranna tveggja. Keith tilkynnti Tiffany svo rétt áður en hann var myrtur að hann ætlaði að flytja milli fylkja þar sem hann væri að glíma við fjárhagserfiðleika. Aðeins þremur dögum síðar var lýst eftir honum þar sem ekkert hafði til hans spurst og skömmu síðar fannst hann látinn eftir kostnaðarsama og ítarlega leit yfirvalda.

Tiffany greindi lögreglu frá því að Keith hafi reynt að kúga út úr henni fé. Hann hafi heimtað hátt í fimm milljarða fyrir að gefa eftir forsjá dætra þeirra. Þau hafi mælt sér mót á kaffihúsi til að ræða málið og eins svo Tiffany gæti lánað honum bílstóla fyrir stelpurnar. Þau hafi hist kvöldið sem hann hvarf og hún ekkert heyrt meira frá honum.

Hins vegar sá lögregla á farsímagögnum að þau hafi bæði farið frá kaffihúsinu að heimili Tiffany. Málið varð svo skuggalegra þegar kunningi parsins og fyrrum lífvörður greindi frá því árið 2017 að þetta kvöld hafi Tiffany og kærasti hennar komið að heimili hans í nokkru uppnámi. Í skottinu á bílnum þeirra var lík Keith sem þau sögðust þurfa að láta hverfa. Kærasti Tiffany hafi verið ógnandi og veifað skotvopni framan í lífvörðinn og hótað því að myrða hann ef hann losaði þau ekki við líkið. Lífvörðurinn, sem er svartur á hörund, hafi metið það svo að hann væri í vonlausri stöðu. Kærasti Tiffany væri hvítur og hún af virtum og auðugum ættum. Ljóst væri hverjum lögreglan myndi trúa.

„Hvað var ég að spá? Nú að ég væri svartur maður í Bandaríkjunum og þar með fokked. Ef ég myndi losa þau við líkið væri ég búinn, en ef ég myndi ekki losna við líkið væri ég sömuleiðis búinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Í gær

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?