fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Grindvíkingur skorar á stjórnvöld að standa við stóru loforðin – „Kaupið upp eignirnar og leysið svo restina síðar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 20:30

Frá gosstöðvunum í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borga ætti Grindvíkingum út eignir þeirra og gefa þeim sem enn hafa hug á að búa í bæjarfélaginu kost á að kaupa eign sína aftur, ef og þegar aðstæður eru metnar öruggar. Þetta segir Pétur Rúðrik Guðmundsson, Grindvíkingur og landsliðsþjálfari karla og kvenna í pílukasti í ákalli til sveitarstjórnar Grindavíkur og ríkisstjórnarinnar.

„Eruð þið til í að gera það eina skynsamlega í stöðunni fyrir íbúa Grindavíkur? Það er að gera það sama og þið rædduð um í byrjun, sem er að kaupa út eignir okkar og gefa fólki rétt á að kaupa þær aftur ef Grindavíkurbær verður aftur öruggur.“ 

Þar með geti íbúar farið að huga að eðlilegu lífi með fjölskyldum sínum, með þó þeim fyrirvara að eiga þess kost að snúa aftur heim í framtíðinni.

„Núna eru allir hvort sem þeim langar tilbaka eða ekki með engar lausnir í sjónmáli og eru á leið í þrot bæði andlega og fjárhagslega.“

Ráðherrar og aðrir séu duglegir að koma fram og segja að hugur þeirra sé með Grindvíkingum, sama stef og heyrst hefur síðustu mánuði. Vísað hafi verið til þess að náttúruhamfaratryggingar muni sjá til þess að þeir sem fyrir altjóni verða fái eignir sínar og annað bætt, og aðrar eignir sem verði fyrir tjóni verði metnar samkvæmt skilmálum tryggingarinnar.

„Þetta er ekki orðrétt en mjög klókt pólitískt því að almenningur upplifir að þau ætli að gera eitthvað fyrir alla Grindvíkinga þegar í raun eru þau eingöngu að fara að hjálpa þeim örfáu sem lenda í altjóni og jafnvel þá hefur verið erfitt að fá í gegn fyrir þá aðila það sem þeim ber að fá.

Það eina skynsama hér er að gera það sem flestir eru að benda á og í raun þið settuð á aðgerðarblað ykkar í byrjun.

Kaupið upp eignirnar og leysið svo restina síðar.“

Þar með geti stjórnvöld hætt að velta fyrir sér leigustyrkjum, launastyrkjum, fyrirtækjastyrkjum og slíku. Eina sem þurfi að tryggja sé að virkjanir séu í lagi og að Grindavík komist aftur í gang fyrir þá sem eru tilbúnir að snúa aftur.

Líklega er Pétur ekki einn þeirra sem ætlar að snúa aftur, en hann tekur fram í lok færslu sinnar:

„Ps.
Ef þið hafið ekki séð þetta, þá er þetta sem blasir við þér ef þú átt heima í Grindavík.
Ef þér finnst þetta vera bæjarfélag sem er öruggt að búa í og vilt flytja með fjölskyldu þína hingað, þá er ég með eign til sölu sem þú getur keypt. Það fylgir með henni náttúrulegur arineldur sem þú getur yljað þér við á köldum vetrarnætum. Fyrirgefðu, það er víst ekkert val, þú þarft víst að nota arineldinn þar sem ekkert rafmagn eða hiti er í húsnæðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“