Enska úrvalsdeildin hefur kært Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjárhagsreglum. Þetta var staðfest nú fyrir skömmu en málið hefur verið í fréttum undanfarið.
Kæran er vegna brota á reglum um hagnað og sjálfbærni, en Everton hefur þegar verið refsað á þessari leiktíð. Tíu stig voru dregin af liðinu í nóvember.
Nú gæti félagið hlotið refsingu á ný, sem og Nottingham Forest, sem hefur eytt 250 milljónum punda í leikmenn á rúmum átján mánuðum.
Stig gætu nú verið dregin af báðum félögum. Gera má ráð fyrir að bæði félög verji sig.
🚨🏴 BREAKING: Premier League charges Nottingham Forest and Everton with breaching financial rules.
Clubs facing points deductions charged by Premier League with breaching profit & sustainability rules.
Second charge this season for Everton, docked 10 points in November. pic.twitter.com/7j1VVJtqsq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 15, 2024