Ivan Toney, framherji Brentford, má snúa aftur á fótboltavöllinn um næstu helgi eftir að hafa afplánað átta mánaða banni frá fótbolta fyrir brot á veðmálareglum.
Toney var lykilmaður áður en hann var settur í bann og stuðningsmenn Brentford án efa spenntir að sjá hann snúa aftur.
Þó hefur Toney verið orðaður annað, þar á meðal nokkuð sterklega við Arsenal.
„Það er alveg á hreinu að mig langar ekki að hleypa honum í burtu. Ég vil halda honum hér eins lengi og mögulegt er,“ segir Thomas Frank, stjóri Brentford.
„Ég er bara að hugsa um að hann verði klár fyrir leikinn gegn Nottingham Forest,“ sagði Frank enn fremur, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.