Norðmaðurinn Oscar Bobb hefur verið að stíga sín fyrstu skref með Manchester City á þessu tímabili. Hann skoraði sigurmarkið gegn Newcastle um helgina og er Pep Guradiola, stjóri City, himinnlifandi með hann.
Bobb er tvítugur og á að baki fjóra landsleiki fyrir Noreg. Hann kom inn í unglingalið City frá Valarenga í heimalandinu árið 2019.
„Bobb getur spilað í fimm mismunandi stöðum. City er því með leikmann fyrir fjölda ára ef hann ákveður að vera áfram,“ sagði Guardiola um kappann.
Hann bendi þó á að dæmi séu um að menn leiti annað í leit að meiri spiltíma.
„Hann er glaður með mínúturnar sem hann fær núna en Cole Palmer var það líka þar til hann vildi meira,“ sagði Guardiola, en Palmer yfirgaf City fyrir Chelsea í sumar.