fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þorvaldur segir tvær sviðsmyndir líklegastar í stöðunni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 13:33

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og staðan er núna í augnablikinu þá virðist heldur vera að draga úr gosinu sem er góðs viti og vonandi heldur það áfram. En það virðast vera tveir möguleikar í stöðunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við DV.

Heldur virðist hafa dregið úr eldgosinu sem hófst rétt norðan við Grindavík í gærmorgun og gýs nú einungis á tveimur stöðum á sprungunni. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook segir að mestur krafturinn sé í gospopi rétt sunnan Hagafells.

Þorvaldur bendir á að landris hafi haldið áfram í Svartsengi en á sama tíma hafi það sigið í Eldvörpum og í Skipastígshrauni.

Tveir möguleikar

Þorvaldur segir að vísindamenn séu að túlka þetta á tvennan hátt, annars vegar að Svartsengi sé staðsett þannig það lendir undir áhrifum af kvikuganginum.

„Það er ein túlkunin að sem er að gerast í Svartsengi sé afleiðing af innskotinu og breyti ekki neinu um kvikumagnið sem er í tengslum við þetta allt saman.“

Hin sviðsmyndin er sú að ef landris í Svartsengi sé vegna viðbótarkviku sem er að koma inn í kerfið þá geti það breytt miklu.

„Það getur breytt sviðsmyndinni dálítið mikið því þá ertu hugsanlega kominn með stöðugt flæði frá þessari dýpri kvikugeymslu upp á yfirborðið. Ef það nær einhverju jafnvægi gæti það haldið áfram vikum og jafnvel mánuðum saman. Þá er sviðsmyndin orðin allt önnur og miklu alvarlegri fyrir Grindavík.“

Varnargarðurinn virkaði vel

Það segi sig sjálft að eftir því sem gosið stendur lengur þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði lengra inn í bæinn og að mikilvægum innviðum. „En varnargarðurinn virkaði rosalega vel og hélt ansi mikið af hrauninu fyrir norðan þannig að þessi aðgerð virkaði bara mjög vel.“

Þorvaldur telur að fyrri möguleikinn sé líklegri, sem betur fer, eins og staðan er núna.

„Ef gosið heldur áfram að dvína þá er fyrri sviðsmyndin líklegri. Þá er þetta landris í Svartsengi eitthvað tengt bara kvikuganginum og myndun hans. En ef gosið fer að ná jafnvægi og halda ákveðnum dampi, þó hann sé ekki mjög hár, þá finnst mér það benda til að seinni sviðsmyndin sé líklegri. En mér finnst fyrri sviðsmyndin langlíklegust.“

Aðspurður hvort íbúar á Reykjanesskaganum þurfi að vera viðbúnir frekari eldsumbrotum næstu misserin segir Þorvaldur að þetta sé ekki búið.

„Því miður. Það er einu sinni þannig að þetta á enn töluvert eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum