Sóley er IFBB fitness fyrirsæta og nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok.
Hún segir að það séu þrjár meginstoðir þegar kemur að því að stækka rassvöðvana. Í fyrsta lagi þarftu að borða nóg og borða umfram daglegu hitaeiningaþörf þína.
Sjá einnig: Þetta borðar Sóley Kristín til að bæta á sig vöðvamassa
Í öðru lagi þarftu að stunda það sem er kallað „progressive overload“ og snýst um að gera sömu æfingarnar og auka þyngdina með tímanum. „Vertu viss um að þú sért að gera æfinguna rétt áður en þú eykur þyngdina,“ segir hún.
Í þriðja lagi þarftu að sofa nóg, allavega átta tíma á nóttu.
Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan hefur Sóley náð ótrúlegum árangri með þessari aðferð. Hún útskýrir þetta nánar í færslunni, prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.
View this post on Instagram