Framtíð Xavi sem þjálfari Barcelona er ekki í hættu eins og er en stjórn félagsins er þó farin að hafa verulegar áhyggjur.
Barcelona fékk 4-1 skell í úrslitum spænska konungsbikarsins í gær þegar liðið mætti Real Madrid í Sádí Arabíu.
Spilamennska Barcelona á þessu tímabili hefur ekki verið góð. Barcelona vann spænsku deildina í fyrra í fyrsta sinn í fjögur ár.
Barcelona er í fjórða sæti í La Liga og er átta stigum á eftir toppliði Girona.
Fjölmiðlar í Katalóníu segja að Xavi verði ekki rekinn núna en innan stjórnar Barcelona hafi menn miklar áhyggjur.
Xavi er 43 ára gamall en hann var goðsögn sem leikmaður hjá félaginu en sem þjálfari hefur hann ekki heillað alla.