Chris Hughton þjálfari Ghana varð fyrir árás á hóteli liðsins þar sem liðið er nú á Afríkumótinu. Liðið tapaði gegn Cape Varde í fyrsta leik.
Miklar væntingar eru gerðar til Ghana á þessu móti eins og alltaf þegar liðið mætir til leiks.
Eftir tapleik gegn Cape Varde var Hughton mættur á hótel liðsins þar sem stuðningsmaður Ghana réðst á hann.
Lögreglan í Fílabeinsströndinni var kölluð til og var maðurinn handtekinn og situr nú á bak við lás og slá.
Chris Hughton er þekkt stærð á Englandi en hann var meðal annars þjálfari Newcastle.