fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Hann kom inn í íbúðina, tók litla bróður minn úr rúminu, læsti sig með hann inni á baði og drap hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. janúar 2024 10:25

Maríanna og Tinna Barkardóttir, umsjónarmaður Sterk Saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Sigtryggsdóttir er 47 ára móðir og verðandi amma sem berst við morfínfíkn og hefur mest allt sitt líf búið suður með sjó. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Maríanna á langa sögu en hún segir okkur frá áföllum sem hún varð fyrir í æsku og sem unglingur sem hún hefur aldrei talað um áður.

„Ég flutti til Bandaríkjanna með mömmu eftir að hún kynntist manni á vellinum. Þar var maður sem þóttist vera vinur hennar og vildi hjálpa henni. Þegar hann var að passa mig misnotaði hann mig en heilinn er svo magnað fyrirbæri að ég á ekki mikið af minningum frá árunum í Bandaríkjunum,“ segir Maríanna.

Hún flutti til ömmu sinnar og afa á Íslandi en móðir hennar kom ári seinna ásamt yngri bróður hennar sem fæddist úti.

„Ég er og hef alltaf verið svona kamelljón, ég passaði inn með tossunum og fór að drekka ung en líka lúðunum og var dugleg í skóla. Þetta hefur hjálpað mér mikið.“

Stórt áfall fyrir fermingu

Stóra áfallið í hennar lífi var svo kvöldið áður en hún átti að fermast. Móðir hennar hafði átt erfitt með svefn eftir að hafa verið í sambandi með ofbeldismanni svo hún tók svefnlyf í þetta skipti. Ofbeldismaðurinn var enn þá með lykla af íbúðinni og kom um nóttina.

„Hann kom inn í íbúðina, tók litla bróður minn úr rúminu sínu, læsti sig með hann inni á baði og drap hann. Hann sagðist hafa misst hann en það var ekkert heilt í höfuðkúpunni á honum eftir þetta.“

Maríanna vaknaði við hávaða frammi þessa nótt og kom þar að manninum ásamt frænda sínum að drykkju og var þar af leiðandi aðal vitni í dómsmáli, 13 ára gömul.

„Hann fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Mamma vildi ekki áfrýja og láta mig ganga í gegnum annað dómsmál, ég var reið lengi en skil hana í dag.“

Varð ólétt 14 ára

14 ára gömul varð Maríanna ólétt og eignaðist son sinn fimmtán ára.

„Að verða móðir var það besta sem gat komið fyrir mig. Ég mæli ekki með því að gera það svona ung samt, ég eignaðist næsta barn sjö árum seinna og fann mikinn mun þar á.“

Maríanna hefur prófað allt mögulegt, hún var edrú í 10 ár og var sett á ákveðinn stall innan samtakanna í Reykjanesbæ og þótti það erfitt.

„Ég var farin að gera þetta fyrir aðra en mig. Ég las svo grein eftir virtan sérfræðing sem sagði að maður væri ekki endilega alkóhólisti þó maður hafi orðið háður vímuefnum sem unglingur svo ég tók meðvitaða ákvörðun um að byrja að drekka og lét alla vita í kringum mig. Það gekk í smá tíma.“

Árið 2019 hafði neyslan alveg farið úr böndum og hún fengið morfín frá lækni og mörg áföll átt sér stað þegar hún fór í meðferð.

„Ég fór í meðferð en svo kom covid og allt fór til fjandans. Ég var ein úti í horni að taka í nefið á meðan allir voru að sprauta sig þegar ég sagði bara að ég vildi vera með. Ég þorði samt ekki að sprauta mig með morfíni mjög lengi“, segir hún og bætir við að hver byrjar að sprauta sig 44 ára gamall, það er alveg grillað. Þá opnuðust himnarnir.

Í dag er Maríanna í skömmtun og funkerar í lífinu, hún hefur náð að kúpla sig út úr undirheimum og sækir sín lyf daglega í apótek. Þegar skömmtunin verður tekin af henni, og fleirum, verður henni ýtt út í afbrot.

„Ég hef sætt mig við að þurfa ákveðið magn af morfíni restina af lífinu, til að verða ekki veik. Ég vil ekki brjóta af mér. Ég vil vera virkur samfélagsþegn og geta tekið þátt. Ef skömmtunin er tekin af mér án þess að önnur lausn komi í staðin munu afbrot aukast, heilbrigðisvandi eykst og félagslegur vandi líka.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Í gær

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það