Héraðssaksóknari hefur birt ákæru gegn Dagbjörtu Rúnarsdóttur en hún er sökuð um að hafa valdið láti sambýlismanns síns í Bátavogi 1, dagana 22. til 23. september árið 2023.
Í ákæru er það orðað svo maðurinn hafi látist vegna langvarandi ofbeldis. Dagbjört hafi kýlt hann og sparkað í hann, beitti þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi, auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um.
Olli hún manninum margvíslegum áverkum á höfði og líkama, þar á meðal brot á nefhrygg kinnkjálkans, undirhúðarblæðingu á augnsvæðum og í neðri hluta andlits, slitáverka á efra og neðra vafahafti og önnur sár og skrámur á höfði. Einnig fékk maðurinn marbletti og blæðingar í mjúkhlutum hálsins, þar á meðal djúpar blæðingar í vöðvum barkakýlisins.
Mörgum öðrum áverkum er lýst í ákærunni, meðal annars á nára og kynfærum, og blæðingum í kringum þvagleiðara.
Einnig voru áverkar á geirvörtum mannsins. Ennfremur braut hún fingur hans.
Samþættar afleiðingar áverkanna urðu til þess að maðurinn lést, segir í ákæru.
Héraðssaksóknari krefst þess að Dagbjört verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd tveggja aðstandenda hins látna eru gerðar kröfur um miskabætur upp á 8 milljónir króna fyrir hvorn aðila.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 19. janúar næstkomandi.