Erik Ten Hag, stjóri Manchester United segir ekki einn einasta dóm falla með liðinu og er brjálaður yfir því að hafa ekki fengið vítaspyrnu gegn Tottenham í gær.
Ten Hag er ósáttur með atvik í fyrir hálfleik þar sem Alejandro Garnacho féll í teignum. Ten Hag segir þetta sögu tímabilsins en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
„Hvað getum við gerst? ÞEtta hefur verið svona allt tímabilið, þetta var eins á útivelli gegn Tottenham þar sem boltinn fór í höndina á Romero og ég get nefnt fleiri dæmi,“ sagði Ten Hag eftir leik.
„Á einhverjum tímapunkti á þessu tímabili þá fer þetta vonandi að detta með okkur, ég vona það.“
United er í slæmri stöðu í deildinni en starf Ten Hag heldur áfram að vera í hættu.
Atvikið má sjá hér að neðan.