Sir Jim Ratcliffe sem er að eignast 25 prósenta hlut í Manchester United var mættur á heimavöll félagsins í gær þegar liðið mætti Tottenham.
Þar fór fram ansi fjörugur leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær en Manchester United og Tottenham áttust við.
Fjögur mörk voru skoruð í þessum leik en fyrsta markið gerði Rasmus Hojlund eftir aðeins þrjár mínútur.
Hojlund átti gott skot sem endaði í þaknetinu en á 19. mínútu jafnaði Richarlison metin fyrir gestina eftir hornspyrnu.
Heimamenn tóku forystuna aftur á 40. mínútu er Marcus Rashford átti gott skot sem endaði í fjærhorninu.
Rodrigo Bentancur reyndist svo hetja gestanna snemma í seinni hálfleik og tryggði sínum mönnum eitt stig.
Staða Manchester United er slæm í deildinni og svipbrigði Ratcliffe í gær segja alla söguna.