Það fór fram ansi fjörugur leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Manchester United og Tottenham áttust við.
Fjögur mörk voru skoruð í þessum leik en fyrsta markið gerði Rasmus Hojlund eftir aðeins þrjár mínútur.
Hojlund átti gott skot sem endaði í þaknetinu en á 19. mínútu jafnaði Richarlison metin fyrir gestina eftir hornspyrnu.
Heimamenn tóku forystuna aftur á 40. mínútu er Marcus Rashford átti gott skot sem endaði í fjærhorninu.
Rodrigo Bentancur reyndist svo hetja heimamanna snemma í seinni hálfleik og tryggði sínum mönnum eitt stig.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Man Utd:Onana (6), Wan-Bissaka (7), Varane (6), Evans (6), Dalot (6), Eriksen (6), Mainoo (6), Garnacho (6), Bruno Fernandes (7), Rashford (7), Hojlund (7).
Varamenn: McTominay (6), Martinez (6)
Tottenham: Vicario (6), Porro (7), Skipp (7), Romero (7), Udogie (6), Van de Ven (6), Bentancur (8), Hojbjerg (7), Johnson (6), Richarlison (7), Werner (6).