Fulltrúar í bæjarstjórn Grindavíkur senda Grindvíkingum kveðju á heimasíðu sinni, en bæjarstjórn fundaði í dag vegna eldgossins sem hófst í morgun.
Kæru íbúar Grindavíkur,
Bæjarstjórn Grindavíkur kom saman til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú hefur raungerst það sem við höfum óttast til viðbótar við þann hörmulega atburð sem varð í liðinni viku. Eldgos hófst í morgun norðan við Grindavík og hraunflæðið hefur náð byggð.
Það er þungbært að sjá okkar ástkæra heimabæ í þessari stöðu. Það sem mestu máli skiptir er að enginn er í hættu og vel gekk að rýma bæinn í nótt. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra vísindamanna og viðbragðsaðila sem standa vaktina með okkur og hafa ásamt íbúum og atvinnurekendum í Grindavík bjargað miklum verðmætum. Fumlaus vinna þeirra aðila sem starfað hafa við varnargarðana er aðdáunarverð.
Þrátt fyrir að náttúruöflin leiki okkur grátt þá látum við ekki hendur fallast. Samfélag okkar Grindvíkinga er öflugt og einkennist af samstöðu og þrautseigju. Við þurfum að horfast í augu við að öll framtíðaráform og fyrirætlanir á næstunni eru í óvissu. Það sem skiptir öllu máli fyrir Grindvíkinga er að tekið sé utan um samfélagið í Grindavík og draga þannig úr óvissunni eins og mögulegt er. Fólk þarf tryggt húsnæði, fjárhagslegan, samfélagslegan og sálrænan stuðning sem og þjónustu á öllum sviðum. Við verðum að fá skýr svör strax um hvaða úrræði verða í boði fyrir íbúa Grindavíkur og atvinnurekendur í Grindavík. Það er algjört forgangsmál í okkar huga.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við hugum hvert að öðru og styðjum hvert annað. Við tökumst á við þetta verkefni í sameiningu og við munum komast í gegnum þetta.
Kærleikskveðjur,
fulltrúar í bæjarstjórn Grindavíkur
English
Dear residents of Grindavík,
The town council of Grindavík convened today to discuss the current situation that has arisen. Now, the worst fears we had have unfortunately materialized in addition to the tragic event that occurred last week. A volcanic eruption started this morning north of Grindavík, and the lava flow has reached the town.
It is heartbreaking to see our beloved hometown in this situation. What matters most is that no one is in danger, and the evacuation of the town went well overnight. We want to express heartfelt gratitude to all the scientists and responders who are working tirelessly with us and, together with the residents and businesses in Grindavík, have saved valuable assets. The selfless work of those who have been involved in building the defenses is admirable.
Despite the challenges posed by nature, we will not give up. Our Grindavík community is strong and characterized by unity and resilience. We need to face the fact that all future plans and projects are uncertain. What matters most for the people of Grindavík is to secure the community in Grindavík and thereby reduce uncertainty as much as possible. People need secure housing, financial, social, and psychological support, as well as services in all areas. We must receive clear answers immediately regarding the resources available to the residents of Grindavík and businesses in Grindavík. It is an absolute priority in our minds.
Now, more than ever, it is crucial that we look out for each other and support one another. We will tackle this challenge together, and we will get through this.
With love,
Representatives of the Grindavík Town Council