Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Manchester United spilar við lið Tottenham á Old Trafford.
United er samkvæmt veðbönkum sigurstranglegra liðið þrátt fyrir að Tottenham hafi unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.
Tottenham er átta stigum á undan United í töflunni en það síðarnefnda er með einn sigurleik úr síðustu fimm deildarleikjunum.
Hér má sjá byrjunarliðin á Old Trafford.
Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Varane, Evans, Dalot, Eriksen, Mainoo, Garnacho, Bruno Fernandes, Rashford, Hojlund.
Tottenham: Vicario, Porro, Skipp, Romero, Udogie, van de Ven, Bentancur, Hojbjerg, Johnson, Richarlison, Werner.