Sprunga opnaðist beggja megin varnargarðanna sem verið er að reisa við Grindavík. Talið er eldgosið hafi komið upp suðsuðaustan við Hagafell. RÚV greinir frá.
Ármann Höskuldsson jarðskjálftafræðingur segir í viðtali við RÚV að það sé mjög óheppilegt hvað gosið kemur upp sunnarlega. Hann vonast til að gosið verði stutt.
„Í byrjun er þetta mjög hratt. Alltaf þegar þetta er svona kröftugt í byrjun fer fljótt að draga úr því,“ segir Ármann.
Ármann segir gosið vera á svipuðum slóðum og gaus fyrir um 2.500 árum. Hann segir að menn geti andað léttar þegar eldgosið væri komið upp því þá kæmi í ljós hvar það væri. Svo dragi úr því en uppsöfnun gæti hafist strax um leið og því ljúki.