Hún sagði einnig að syðstu skjálftarnir séu rétt norðan við bæjarmörkin og að aflögun mælist. Kvika leiti frá Svartsengissvæðinu inn í kvikuganginn og þegar hún komi þar inn ryðji hún öllu til hliðar þannig að kvikugangurinn víkkar enn frekar og sé enn að víkka.
„Þegar fundurinn hefst sjáum við að Þorbjörn hefur færst 15 sentímetra til vesturs og þegar ég tala við þig núna eru það orðnir 20 sentímetrar. Það eru heilmiklar færslur enn þá í gangi, samfarandi þessari skjálftavirkni og kvikuhlaupi eins og ég vil kalla það,“ sagði hún.