fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Þorbjörn hefur færst 20 sentímetra í vesturátt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2024 05:57

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindafundur almannavarna stendur yfir nú þegar þetta er skrifað. RÚV ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, sem sagðist hafa heyrt byrjunina á fundinum þar sem farið var yfir helstu fyrirliggjandi gögn. Þau sýni að skjálftarnir hafa færst enn nær Grindavík.

Hún sagði einnig að syðstu skjálftarnir séu rétt norðan við bæjarmörkin og að aflögun mælist. Kvika leiti frá Svartsengissvæðinu inn í kvikuganginn og þegar hún komi þar inn ryðji hún öllu til hliðar þannig að kvikugangurinn víkkar enn frekar og sé enn að víkka.

„Þegar fundurinn hefst sjáum við að Þorbjörn hefur færst 15 sentímetra til vesturs og þegar ég tala við þig núna eru það orðnir 20 sentímetrar. Það eru heilmiklar færslur enn þá í gangi, samfarandi þessari skjálftavirkni og kvikuhlaupi eins og ég vil kalla það,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!