Erling Haaland, markavél Manchester City, verður frá í dágóðan tíma og mun líklega ekki spila í þessum mánuði.
Þetta segir Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistarana, en hann staðfesti fréttirnar fyrir leik gegn Newcastle í gær.
Haaland er að glíma við meiðsli þessa stundina en mun vonandi snúa aftur til æfinga undir lok mánaðarins.
City þarf á sínum manni að halda seinni hluta tímabilsins en liðið er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.
,,Þetta er alvarlegra en við héldum í byrjun. Við þurfum á honum að halda. Vonandi kemur hann til baka og heldur sér heilum síðustu fjóra eða fimm mánuðina án vandamála,“ sagði Guardiola.