Það hefur ekkert gengið hjá Jesse Lingard að finna sér nýtt félag en hann hefur verið atvinnulaus í marga mánuði.
Lingard er fyrrum leikmaður Manchester United en hann lék með Nottingham Forest á síðustu leiktíð en stóðst ekki væntingar þar.
Sky Sports segir nú frá því að Lingard sé búinn að skipta um umboðsmann í von um að hann finni sér nýtt félag sem fyrst.
Hans fyrrum umboðsmaður var í viðræðum við þónokkur félög í vetur en allar þær viðræður sigldu í strand að lokum.
Lingard fékk að lokum nóg og rak þennan ágæta umboðsmann og er nú að leita að nýjum aðila til að sjá um sín mál.