Jadon Sancho var ekki lengi að minna á sig hjá Borussia Dortmund eftir að hafa gengið í raðir félagsins á dögunum.
Sancho gerði garðinn frægan sem leikmaður Dortmund en samdi síðar við Manchester United þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp.
Englendingurinn var lánaður aftur til Dortmund í þessum glugga og spilaði sinn fyrsta leik í gær gegn Darmstadt.
Sancho kom inná á 55. mínútu í stöðunni 1-0 og lagði upp annað mark liðsins á Marco Reus.
Dortmund bætti svo við öðru marki í blálokin og vann sannfærandi 3-0 útisigur.