Jesse Marsch, fyrrum þjálfari Leeds, hefur skotið á sparkspekinginn Roy Keane sem er umdeildur á meðal margra.
Keane er ansi harður í horn að taka en hann var frábær leikmaður á sínum tíma og lék með Manchester United.
Keane hikar ekki við að láta fólk heyra það í beinni útsendingu og fékk Marsch til að mynda töluverða gagnrýni í fyrra áður en hann var látinn fara frá Leeds.
Marsch segir að Keane geti í raun verið fáviti í sjónvarpi og er hann ekki sá fyrsti sem er á þeirri skoðun.
,,Að mínu mati getur Roy Keane verið ansi mikill fáviti,“ sagði Marsch í samtali við UP Front hlaðvarpsþáttinn.
,,Þetta tengist eitthvað enskri menningu sem er ansi neikvæð á tíðum, hann segir hlutina eins og þeir eru.“
,,Við Bandaríkjamenn höfum fulla trú á sjálfum okkur og ef fólk vill sparka okkur niður þá gefur það okkur auka drifkraft.“
,,Ef ég hef eitthvað jákvætt að segja þá er það ekki ég að reyna að vera Bandaríkjamaður, ég er að segja mínar tilfinningar.“