Fyrrum Grindvíkingurinn Lee Sharpe hefur tjáð sig um hversu erfitt það gat verið að vinna með goðsögninni Sir Alex Ferguson.
Ferguson er að margra mati talinn besti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var stjóri Manchester United í mörg ár og vann þar með Sharpe.
Sharpe stoppaði stutt á Íslandi á sínum tíma og lék nokkra leiki með Grindavík sem þótti ansi merkilegt og er enn í dag.
Þegar Sharpe var 18 ára gamall fékk hann hárblásarann frá Ferguson í hálfleik er United spilaði við Liverpool á útivelli á Anfield.
,,Það versta sem ég lenti í var örugglega í hálfleik á Anfield þegar hann sagði mér að flytja út og fara aftur til Birmingham,“ sagði Sharpe.
,,Hann hélt áfram og sagði mér að selja hundinn minn og bílinn. Ég var bara 18 ára gamall á þessum tímapunkti.“
,,Hann sagði mér hversu ömurleguri ég væri og að ég gæti ekki gefið boltann, ég gæti ekki skallað og að ég gæti ekki hlaupið.“
,,Hann var klárlega mjög aggressívur þjálfari en hann náði svo sannarlega því besta úr sínum leikmönnum.“