Það er ekki erfitt að vinna með stórstjörnunni Jadon Sancho sem er s amningsbundinn Manchester United á Englandi.
Þetta segir Ralf Rangnick sem vann með Sancho í nokkra mánuði á Old Trafford á síðustu leiktíð áður en hann var látinn fara.
Sancho lenti upp á kannt við Erik ten Hag, stjóra United, á þessari leiktíð og hefur ekki fengið að spila keppnisleik í marga mánuði.
Vegna þess var Sancho lánaður til Þýskalands og skrifaði undir hjá sínu fyrrum félagi, Borussia Dortmund.
,,Á þessum sex mánuðum sem ég vann með honum þá kom ekki upp eitt einasta agavandamál, langt því frá,“ sagði Rangnick.
,,Þetta er mjög rólegur og skemmtilegur náungi. Hann spilaði alltaf fyrir mig og þegar hann var heill spilaði hann vel.“
,,Hann fékki ekki fleiri tækifæri í Manchester á þessu tímabili, nú þarf hann að komast aftur á rétta braut hjá Dortmund. Það er mikið vit í skiptunum á þessum tímapunkti.“