fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Rýma Grindavík – Allt bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 04:37

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Grindavíkur eiga að yfirgefa bæinn þegar í stað í ljósi aukinnar jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst klukkan þrjú í nótt. Er fólk beðið um að taka aðeins það nauðsynlegasta með sér og gæta að hálku á veginum.

Jarðskjálftavirkni tók að aukast mjög við Sundhnúksgígaröðina um klukkan þrjú í nótt. Í samtali við RÚV sagði Böðvar Sveinsson, nátturuvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands að aukningin gæti verið merki um gosóróa.

Rétt fyrir klukkan fjögur sendu Almannavarnir út skilaboð um rýmingu á svæðinu og skömmu síðar, eða kl.4.07, reið yfir stærsti skjálfti hrinunnar sem samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum mældist 3,4 á Richter-kvarða.

Í tilkynningu frá Náttúruvávakt segir að hátt í 200 jarðskjálftar hafi verið mældir á svæðinu og virknin sé að færast í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað. Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Hraungos er líklegasta sviðsmyndin.

Syðstu skjálftar eru aðeins um kílómetra norðan við Grindavík.

Hér má sjá yfirlit yfir skjálftana kl.4.20 í nótt

 

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans