fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Aðdáendur í öngum sínum út af meintum sambandsslitum – Nú hefur leikarinn loksins rofið þögnina

Fókus
Laugardaginn 13. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fá pör í Hollywood sem njóta sambærilegra vinsælda og leikaraparið Tom Holland og Zendaya. Þau þykja bæði heilsteypt með hjartað á réttum stað og fögnuðu margir þegar loksins fékkst staðfest að þau hefðu fellt hugi saman við tökur á kvikmynd um köngulóarmanninn þar sem þau einmitt leika par.

Þau héldu sambandinu lengi leyndu og hafa ítrekað tekið fram í viðtölum og víðar að þeirra einkalíf sé einmitt það – þeirra einkamál. Þau kæri sig ekkert um að hafa blaðamenn, almenning og ljósmyndara með sér í tilhugalífinu og reyna því að ræða samband sitt sem minnst.

Rauf þögnina á snatti

Þetta hefur að sjálfsögðu orðið til þess að allt sem þau segja og gera er túlkað í öreindir, jafnvel þó engin merking sé í raun á bak við það. Ekki er langt síðan aðdáendur voru sannfærðir um að þau væru búin að trúlofa sig, en nú er þó talið að þau hafi hætt saman svo lítið bæri á.

Margir eru búnir að vera miður sín, sem er í raun ótrúlegt að taka ástarlíf fólks sem viðkomandi eru líklega aldrei að fara að hitta eða umgangast, svona nærri sér. En allir eiga jú rétt á sínum áhugamálum.

Þessi orðrómur hefur gengið nokkra hríð og töldu aðdáendur parið hafa staðfest hann með þögn sinni. Mikið hlýtur að vera þreytandi að vera þekktur og þurfa stöðugt að vera að staðfesta eða hrekja eitthvað sem öðrum hreinlega dettur í hug að því er virðist upp úr þurri.

Holland hefur nú rofið þögnina, mörgum til mikillar gleði, enda ljóst að sumir hafa hreinlega misst svefn í óvissunni. Leikarinn var stöðvaður af paparassa-ljósmyndurum þegar hann var að snattast í Los Angeles á föstudaginn. Ætluðu paparassarnir ekki að sleppa leikaranum án þess að fá svör við stóru spurningunni – eru hann og Zendaya enn saman eða eru þau hætt saman.

„Nei, nei, nei, engan veginn,“ sagði leikarinn og þá var það á hreinu – þau eru enn par og aðdáendur geta andað léttar.

Fylgdi engum á nýju ári

Leikarinn virtist hinn kátasti á snattinu, sem fjölmiðlar hið ytra hafa túlkað sem svo að líklega sé hann að segja satt, enda ljóst að maður sem hafi þurft að horfa á eftir drottningu á borð við hæfileikabúntið Zendaya, væri líklega almennt miður sín.

Orðróminn má rekja til þess að leikkonan ákvað að byrja nýja árið á því að taka sér pásu frá áreiti samfélagsmiðla. Hún hætti að fylgja öllum sem hún hafði áður fylgt á Instagram, þar með talið Holland. Holland var þó enn að fylgja henni. Þetta töldu aðdáendur skýr skilaboð. Sem er merkilegt í raun í ljósi þess að parið hefur ítrekað tekið fram að þeirra samband sé þeirra mál og því líkur að leiða að Zendaya myndi ekki tilkynna umheiminum um sambandsslit með þessum hætti.

Zendaya mætti þó aftur á Instagram 2. janúar og birti kynningarefni fyrir kvikmyndina Challengers, sem hún fer með hlutverk í. Það er ekki óþekkt að leikarar sem og tónlistarmenn skapi spennu fyrir verkefnum sínum með því að annað hvort taka allar færslur út af samfélagsmiðlum, eða hætta að fylgja öðrum líkt og Zendaya gerði. Aðdáendur settu ekkert spurningarmerki við að leikkonan hafði jafnvel hætt að fylgja nánustu fjölskyldu sinni, og enginn velti því fyrir sér hvort hún hafi sagt þeim upp. Það er ekki sama hvort fólk hætti að fylgja Jóni eða séra Jóni greinilega.

Sem markaðstrikk gekk þetta með ágætum, enda margir aðdáendur ekki gert margt annað síðustu vikur en að heimsækja samfélagsmiðla leikkonunnar í leit að brauðmolum til að hrekja eða staðfesta grun sinn.

Kjánarnir ykkar

Áður fór trúlofunarsagan á flug því leikkonunni varð á að birta mynd af sér með hring á baugfingri. Hún var fljót að kveða þann orðróm niður og skrifaði aðdáendum sínum:

„Ég má ekki birta neitt, kjánarnir ykkar. Ég birti mynd til að sýna hattinn minn. Ekki út af hringnum sem ég var með, gott fólk. Í alvöru talað, haldið þið að ég myndi tilkynna trúlofun með þessum hætti? Í alvörunni? Hvað eruð þið að spá?“

Ekki er ljóst hvað parið hefur verið lengi saman. Þau léku saman í fyrstu Spider-Man myndinni árið 2016 og urðu þá góðir vinir. Einhvern tímann á næstu árum þróaðist vináttan yfir í ást en það var ekki fyrr en 2021 sem mynd náðist af þeim að kyssast í bíl. Nokkrum mánuðum síðar staðfestu þau sambandið, þar sem ekki þýddi mikið að þræta fyrir það eftir myndbirtinguna.

„Sambandið okkar er eitthvað sem við viljum bæði passa upp á, og við viljum halda því eins friðhelgu og við getum. Okkur finnst það ekki koma neinum öðrum við, þetta er okkar og hefur ekkert með feril okkar að gera,“ sagði Holland í viðtali fyrir nokkru.

Zendaya tók undir við annað tilefni þar sem hún sagði: „Það eru ákveðnir þættir af lífi mínu sem ég sætti mig við að séu opinberir. Ég get samt ekki sleppt því að vera manneskja sem lifir sínu lífi og elskar þann sem hún elskar. En ég hef á sama tíma stórn á því hverju ég sjálf deili með heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram