Arnór Gauti Jónsson er genginn í raðir Breiðabliks en þetta staðfesti félagið á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu.
Um er að ræða 21 árs gamlan varnarsinnaðan miðjumann sem kemur til Breiðabliks frá Fylki.
Arnór á að baki 127 leiki fyrir meistaraflokk og hefur í þeim skorað fjögur mörk en undanfarin fjögur ár hefur hann leikið með Fylki.
Hann er uppalinn hjá Aftureldingu og hóf meistaraflokks feril sinn þar fyrir sex árum síðan.
Arnór verður klár í slaginn þegar Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla í byrjun apríl.