Chelsea 1 – 0 Fulham
1-0 Cole Palmer(’45, víti)
Chelsea lyfti sér upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag og er komið yfir Manchester United í töflunni.
Þeir bláklæddu unnu heimasigur á Fulham í dag en leikurinn var engin frábær skemmtun fyrir áhorfendur.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði miðjumaðurinn Cole Palmer úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Palmer var að skora sitt níunda mark á tímabilinu en hann hefur verið einn allra besti leikmaður Chelsea í vetur.
Chelsea er með 31 stig í áttunda sætinu, jafn mikið og Brighton og Manchester United en þó með betri markatölu en það síðarnefnda.