fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Símtal sem Chelsea þarf að hringja strax í dag – ,,Fá hann í klefann til að ná til leikmanna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er með ráð fyrir Chelsea sem gæti hjálpað félaginu á þessu tímabili.

O’Hara ráðleggur Chelsea að hringja í fyrrum fyrirliða sinn, John Terry, og fá hann til starfa en þónokkuð er síðan hann lagði skóna á hilluna.

Terry þekkir það þó vel hvað það þýðir að spila fyrir Chelsea, annað en margir leikmenn sem leika með liðinu í dag.

Metnaðurinn virðist ekki vera mikill hjá leikmönnum Chelsea sem hefur alls ekki verið sannfærandi á tímabilinu hingað til.

,,Það fyrsta sem þeir ættu að gera er að hringja í John Terry og fá hann í klefann til að ná til þessara leikmanna,“ sagði O’Hara.

,,Margir hafa gleymt því hvað það þýðir að spila fyrir knattspyrnulið Chelsea og það þarf að minna þá á hvað er í húfi.“

,,Ég man þegar ég spilaði gegn Chelsea og þeir voru með leikmenn eins og Terry, Michael Ballack, Frank Lampard, Ashley Cole og Didier Drogba.“

,,Þetta voru leikmenn sem mættu til leiks og náðu í úrslit á útivelli, þeir börðust fyrir úrslitunum og náðu svo frábærum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja