Það er möguleiki á að Chelsea sé hætt við að fá sóknarmanninn öfluga Paulo Dybala sem spilar með Roma á Ítalíu.
Þetta fullyrðir Tuttomercatoweb á Ítalíu en Dybala hefur verið undir smásjá Chelsea sundanfarnar vikur.
Dybala hefur aldrei reynt fyrir sér á Englandi en hann hefur átt ansi gott tímabil hingað til og er með fimm mörk og sex stoðsendingar í 13 deildarleikjum.
Chelsea hafði mikinn áhuga á að semja við Dybala í janúar en gæti horft annað eftir meiðsli leikmannsins sem hann hlaut í ítalska bikarnum.
Dybala virtist vera að komast aftur á almennilegt skrið en hann hefur glímt við þónokkur meiðsli á síðustu mánuðum sem veldur Chelsea áhyggjum.
Hingað til hefur Argentínumaðurinn misst af níu leikjum vegna þriggja mismunandi meiðsla.