Mason Greenwood hefur sjaldan látið sjá sig fyrir framan myndavélarnar eftir að hafa samið við lið Getafe í sumar.
Greenwood skrifaði undir lánssamning við spænska félagið en hann er enn bundinn Manchester United á Englandi.
Greenwood hefur lítið látið í sér heyra eftir að hafa skrifað undir á Spáni en hann hefur hingað til skorað þrjú mörk og lagt upp fjögur í 15 leikjum.
Englendingurinn segist vera ánægður hjá sínu nýja félagi og tók ekki langan tíma í að aðlagast nýrri deild.
,,Það er allt í góðu hér, ég hef aðlagast mjög fljótt. Liðsfélagar mínir tóku vel á móti mér og ég hef verið ekkert nema ánægður,“ sagði Greenwood.
,,Stuðningsmennirnir hérna eiga stað í mínu hjarta. Besta tilfinningin hingað til er þegar ég skoraði mitt fyrsta mark á þessum heimavelli og það var þýðingarmikið.“