Chelsea á Englandi er tilbúið að borga 65 milljónir punda fyrir 16 ára strák sem ber nafnið Estevao Willian.
Frá þessu greinir spænska blaðið Sport en um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann Palmeiras í Brasilíu.
Þessi umtalaði Willian væri ekki fyrsti Willian til að leika með Chelsea en það er nafn sem stuðningsmenn liðsins þekkja.
Vængmaðurinn Willian gerði garðinn frægan með Chelsea en hélt síðar til Arsenal og spilar í dag með Fulham.
Hinn 16 ára gamli Willian hefur spilað einn aðalliðsleik fyrir Palmeiras en myndi ekki ganga í raðir Chelsea fyrr en 2025.
Chelsea hefur verið duglegt að semja við unga og efnilega leikmenn síðustu mánuði en margir eru hissa á verðmiðanum á Willian sérstaklega miðað við aldur.