Ole Gunnar Solskjær, fyrrum þjálfari Manchester United, gæti verið að snúa aftur til starfa og er nú orðaður við landslið.
Solskjær hefur ekki þjálfað aðallið síðan 2021 en hann var þá látinn fara frá Man Utd eftir misjafnt gengi.
Fotbollskanalen í Svíþjóð segir nú frá því að Solskjær komi sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Svía.
Janne Andersson lét af störfum á síðasta ári eftir að hafa mistekist að komið Svíum í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Olof Mellberg, fyrrum leikmaður Aston Villa, er einnig orðaður við starfið sem og Tony Gustavsson sem þjálfar ástralska kvennalandsliðið í dag.